Endurvinnsla | ORA
Málmar eru afar verðmætir og þá má endurvinna aftur og aftur með tilheyrandi umhverfislegum ávinningi og því er mjög mikilvægt að skila þeim til endurvinnslu.
Flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi flokkar niðursuðudósir og annan smærri málm, eins og lok af krukkum, frá heimilsissorpi og nýtir til endurvinnslu. Fyrir þá sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu er því nóg að skola dósirnar frá Ora og setja lausar beint í svörtu sorptunnuna en þær mega ekki vera í poka með öðru sorpi. Vélbúnaður seglar málminn frá öðru sorpi og hann er síðan fluttar til brotamálmsfyrirtækja sem flokka hann niður eftir málmtegundum og minnka rúmmál t.d. með pressun. Málmarnir eru síðan fluttir þaðan til bræðslu og endurvinnslu. Í öðrum sveitarfélögum má skila niðursuðudósum, lokum og öðrum málmi til endurvinnslustöðva í sérstaka málmgáma.
Það er einnig hægt að gefa niðursuðudósum annað líf með því að föndra ýmislegt sniðugt úr þeim. Smelltu hér til að skoða dæmi um hugmyndir.
Glerkrukkum á að skila á endurvinnslustöðvar eða í grenndargáma. Efnið er m.a. malað og nota sem fyllingarefni við framkvæmdir og nýtist þá með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og áhrifum slíkra framkvæmda á umhverfið. Gler er í raun 100% endurvinnanlegt og hægt að endurvinna það nánast endalaust án þess að það tapi gæðum en engin endurvinnsla fer fram á Íslandi og ávinningur hefur ekki þótt nægur af því að flytja gler erlendis til endurvinnslu og því er efnið nýtt á þennan hátt hér á landi enn sem komið er.