Innköllun á Kjötsúpu 410g dós vegna vanmerktra ofnæmisvalda

Ora vekur athygli á að Ora Kjötsúpa ½ dós inniheldur ofnæmis- og óþolsvalda soja og mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. Ora innkallar nú vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Innköllunin á við um eitt lotunúmer af vörunni.

Upplýsingar um vöruna:

Vörumerki: Ora
Strikamerki: 5 690519 222304
Vöruheiti: Kjötsúpa ½ dós niðursoðin
Framleiðandi: Ora (Myllan-Ora ehf)
Lotunúmer: L101257 / best fyrir dagsetning: 19.09.2028
Dreifing: Heildsalan OJK – Ísam Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir soja og / eða mjólk eru beðnir um að neyta hennar ekki, og farga eða skila henni hjá OJK – Ísam eða þar sem varan var keypt. Nánari upplýsingar má fá hjá gæðastjóra Ora á gaedastjori@ora.is eða hjá OJK-Ísam s: 522-2700.