ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...

Lauksíldin og maríneraða síldin frá Ora eru fyrstar til að fá nýjar umbúðir en á árinu munu allar Ora-vörur fá breyttar umbúðir. Gæðin breytast ekkert – þú getur alltaf gengið að sömu frábæru Ora gæðunum vísum.

Read more...

Um árabil hefur mexíkósk kjúklingasúpa verið einhver vinsælasti rétturinn á borðum landsmanna. Það er eitthvað við þetta sterka, en ljúfa bragð sem höfðar svo vel til íslenskra bragðlauka. En vandinn er að það tekur langan tíma að gera svona súpu, eigi vel að vera, og ef maður er einn í mat er lítið vit í að gera stærðar pott af súpu. Þá kemur Heimilismaturinn frá Ora til bjargar.

Read more...

Við hjá Ora/ÍSAM erum stolt af því að vera á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2016 í fyrsta sinn. Um 35 þúsund fyrirtæki eru skráð á Íslandi. Af þeim uppfylla aðeins 624 strangar kröfur sem Creditinfo setur fyrir því að fá að teljast til framúrskarandi fyrirtækja.

Read more...

Túnfisksalat þarf ekki að vera óhollt. Hefðbundið túnfisksalat er ljúffengt en í janúar vilja margir hafa mataræðið léttara og hollara eftir öll jólaboðin. Hér er uppskrift að sérlega hollu og ljúffengu túnfisksalati sem á örugglega eftir að slá í gegn.

Read more...

Það er nóg að gera hjá nútíma fjölskyldum og ekki alltaf mikill tími til að elda á milli þess sem börnin eru sótt á frístundaheimilið og lært með þeim við eldhúsborðið. Þegar svo ber undir er gott að luma á tilbúinni máltíð, eins og gómsætu grænmetislasagne sem rétt aðeins þarf að skella inn í ofninn eða örbylgjuofninn til að töfra fram dýrindis máltíð áður en barnið skottast á næstu íþróttaæfingu. Grænmetislasagne er einn margra tilbúinna rétta frá Ora og fæst í næstu verslun. Grænmetislasagne er eldað eins og íslenskir neytendur gera kröfu um. 

Read more...

Ora hefur verið á veisluborðum landsmanna síðan 1952 og árið í ár er engin undantekning. Við hjá Ora þökkum samfylgdina og viðskiptin á árinu sem er að líða.

Read more...

Jólasíldin frá Ora hefur sannarlega slegið í gegn í ár og nú er svo komið að hún er uppseld frá framleiðanda. Ekki þarf þó að örvænta því ef hafðar eru hraðar hendur má enn finna þessa ljúffengu síld í hillum verslanna. Tryggðu þér þína krukku strax!

Read more...

Síðasti sunnudagur var sá þriðji í aðventu og því má segja að aðventan sé að ná ákveðnu hámarki. Það hefur raunar síst verið jólalegt um að litast úti við, því þó jólaljósin geri sitt til að lýsa upp sortann er veðrið líkast því sem er á vordegi. En jólin koma að innan og jólaskapið líka!

Read more...