ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...

Síld frá Ora á Síldarævintýrinu á SiglufirðiÁrlega er Síldarævintýrið á Siglufirði haldið hátíðlegt þegar bæjarbúar taka á móti þúsundum gesta sem ferðast aftur í tímann og kynnast þeim árum þegar síldarvöðurnar óðu nánast upp í land og fiskurinn var saltaður í tunnur í stórum stíl. Síldarævintýrið á Siglufirði er jafnan talin vera ein áhugaverðasta bæjarhátíðin á landinu ár hvert og árið 2011 var engin undantekning. Ora fékk sendar myndir af hátíðinni sem ættu að vera hvating fyrir landann að kynna sér þessa skemmtilegu hátíð, ef hann hefur ekki þegar gert það.
Síld frá Ora er jafnan sporðrennt í stórum stíl á hátíðinni enda býður Ora gestum og gangandi að smakka kræsingarnar með góðu rúgbrauði. Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar var afar ánægður með hátíðina þetta skiptið og verður spennandi að sjá fjöldann á næsta ári en í ár er talið að um sex þúsund manns hafi sótt hátíðina heim.

Síldarárunum á Íslandi hefur stundum verið líkt við gullæðið í Bandaríkjunum og í þeim skilningi er Siglufjörður eiginlega Klondike norðursins. Talið er að sum ár hafi síldarútflutningur frá Siglufirði náð allt að 20% af útflutningsverðmætum Íslands. Siglufjörður var því augljóslega miðpunktur íslensks efnahagslífs á þessum tíma. Fjöldi farandverkafólks kom til Siglufjarðar og laun voru góð.

Á hátíðinni getur fólk skoðað ýmsa hluti eins og á torginu og Síldarminjasafninu. Boðið er upp á viðburði á þremur stöðum um bæinn. Þó vinnsla á síld í stórum stíl heyri sögunni til er samt sem áður ennþá hægt að fá Ora síld – hvenær sem er í næstu verslun.


Deila |