ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...

húsnæði ora vesturvör 12 í kópavogiNiðursuðuverksmiðjan Ora hf var stofnuð árið 1952.  

Fyrirtækið var smátt í sniðum í upphafi en óhætt er að segja að Ora hafi með árunum unnið sér traustan sess í íslenskri matarmenningu.

Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 50 starfsmenn og umboðsaðilar eru um allt land. Vörunúmer eru orðin um 150 og það hefur lengi verið stefna fyrirtækisins að vera vakandi fyrir nýjungum í greininni og vöruþróun almennt.

Fátt er mikilvægara en gott starfsfólk. Ora hefur frá upphafi státað af góðu og traustu starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og kemur að uppbyggingu þess á hverjum degi.

Ora vörurnar hafa notið fádæma vinsælda hjá Íslendingum allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1952. Matvæli frá Ora hafa verið á borðum Íslendinga í rúma hálfa öld og eru sumar vörur fyrirtækisins orðnar órjúfanlegur hluti matmálstíma á mörgum heimilum.

Ora fiskbollur og fiskbúðingur eru sígildur hversdagsmatur og gæði Ora síldar eru á heimsmælikvarða. Þá er erfitt að ímynda sér sunnudagslærið eða jólahangikjötið án Ora grænna bauna og Ora rauðkáls.

Ástæða fyrir velgengni Ora matvæla er einföld. Fyrsta flokks hráefni og fagmennska á hæsta stigi. Slík blanda getur ekki annað en skilað góðri vöru, enda er það eitt af kjörorðum fyrirtækisins að neytendur eigi alltaf rétt á fyrsta flokks vöru.

Það má því með sanni segja að eftir rúm 50 ár séu vörur fyrirtækisins enn fastagestur í eldhússkápum íslenskra heimila og hafi verið til staðar í uppvexti flestra Íslendinga.

Húsakynnin eru orðin 5000 fermetrar að flatarmáli og öll vinnsla fer fram í mjög fullkomnum vinnslusölum sem standast fyllstu gæða- og hreinlætiskröfur. Þess má geta að fyrirtækið vinnur eftir HACCP gæðakerfi.

Í verksmiðjunni er jafnframt rannsóknarstofa þar sem strangt gæðaeftirlit fer fram með framleiðsluvörum fyrirtækisins. Þannig fer engin vara á markað fyrr en búið er að taka sýni og ganga úr skugga um að hún standist þær kröfur sem gerðar eru. Auk þess eru gerð svokölluð geymsluþolspróf, þar sem gengið er úr skugga um að niðursuðan hafi verið fullnægjandi og að dósirnar séu þéttar. Allar athuganir eru að lokum skráðar í framleiðsluskýrslur verksmiðjunnar og hefur matvælafræðingur fyrirtækisins yfirumsjón með gæðaeftirlitinu.

Fyrirtækið framleiðir á innlendan og erlendan markað. Mikil áhersla hefur verið lögð á útflutning hin síðari ár og þá helst á hrogna- og fiskafurðum. Í dag er útflutningur orðin mjög stór hluti af rekstrinum og erlendir markaðir fyrirtækisins ekki síður mikilvægir en sá innlendi.

Helstu útflutningslönd Ora eru Danmörk, Svíþjóð, England, Belgía, Frakkland, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Austurríki, Bandaríkin, Pólland, Ástralía og Kína.

merki oraMargir hafa velt því fyrir sér hvaðan nafnið Ora komi og halda oft að það sé skammstöfun.

Staðreyndin er sú að Ora er latneskt orð og þýðir strönd eða strandlína. Vísunin er annars vegar í hafið, þar sem Ora var upphaflega stofnað til að vinna og selja niðursoðnar fiskafurðir. Hins vegar vísar nafnið í uppruna okkar þar sem við erum umlukin strönd á eyjunni okkar, Íslandi.

Framleiðsla Ora fer að mestu fram að Vesturvör 12 í Kópavogi (sjá kort fyrir neðan) en lagerinn okkar er að Tunguhálsi 11 í Reykjavík.

Ábyrgðarmaður

 

Sigurður Halldórsson, framleiðslustjóri

 

Beint innval: 522-2770/522-2777
GSM: 856-2778
Netfang: sigurdur@ora.is

 

Við erum hér

Ora, Vesturvör 12 í Kópavogi


View Larger Map