ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...

Lestu þessar snilldar vísur eftir Ólafíu Margréti Ólafsdóttur og taktu eftir fyrsta stafnum í hverju erindi.

 

  Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.

Láttu brauð í ofninn inn,
ef engann þarf að hora,
þeir mega borða munaðinn
úr maísdós frá Ora.

Tafist matar getur gerð
ef gestir inn sér bora.
Í hvelli fisk- á borð þú berð
búðinginn frá Ora.

Allir geta skapi skipt
ef sker þá hungrið glora.
Þá geta barna brúnum lyft
bollurnar frá Ora

Fáir þú nú góðan gest
gæðin láttu mora.
Mundu þá að bragðast best
baunirnar frá Ora

Oftast kokkar kannast við
klára skoðun vora
að rófurnar og rauðkálið
reynist best frá Ora

Rekkar þessir þrátt um svið
þýðast engan sora,
en gefa öllum grænmetið
gómsæta frá Ora.

 

Af þessu má sjá mitt svar.
Síst ég mundi þora
að láta vanta vörurnar,
vönduðu, frá Ora.

 

Semsagt:

ALLTAF ORA

 

 

 

 

Deila |