ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...

Frá árinu 1952 hefur Ora framleitt niðursuðuvörur fyrir Íslendinga og er Ora vafalaust eitt þekktasta íslenska vörumerkið. Ora vörur eru vikulegur gestur á borðum flestra íslenskra heimila og yfir hátíðar eru vörur Ora ómissandi á veisluborðið.

Humarsúpan frá Ora hefur fylgt Íslendingum í æði mörg ár“ segir Eiríkur Magnússon framkvæmdastjóri Ora, „en nú erum við með nýja uppskrift að humarsúpunni. Áður var humarsúpan stundum notuð sem grunnur í súpur en í dag er humarsúpan fullunnin, tilbúin til upphitunar og neyslu. Hún er í þykkara lagi þannig að það má bæta smá rjóma út í hana og eins er mögulegt að nota súpuna í rétti, til dæmis fiskrétti“.

Ora kynnir á sama tíma tvær aðrar súputegundir sem ekki hafa verið í boði áður, aspassúpu og sveppasúpu og sama gildir um þær, óþarfi er að þynna þær út. Þær eru tilbúnar til hitunar og neyslu. Gert er ráð fyrir að ein dós dugi fyrir tvo. „Reyndar mætti kannski bæta við hitunarmöguleikanum í örbylgju“ segir Eiríkur, „hægt að hella beint úr dósinni á súpudisk og inní örbylgju. Það er nefnilega óþarfi að hita alltaf niðursuðuvöruna í potti. Örbylgjan gerir súpurnar í raun að skyndirétti.“


Sveppasúpa og aspassúpa eru vinsælar á íslenskum veisluborðum og kjörnar sem forréttur. Súpurnar eru í þykkara lagi svo mögulegt sé að rjómabæta þær fyrir þá sem það vilja. Eins og Eiríkur bendir á henta súpurnar einnig vel sem grunnur í fiskrétti og mætti jafnvel nota hinar þekktu Ora fiskbollur sem kjarna í réttinn.

Á heimasíðu Ora má finna nokkuð af uppskriftum þar sem nýju súpurnar geta verið kjörnar sem forréttur.

Ora hefur lagt mikla vinnu í þróunarvinnuna og hefur Ora stuðst við rýnihópa sem hjálpa Ora mikið við bragðþróun.

Ora gætir þess ávallt að fyrsta flokks hráefni sé notað og mikið er lagt upp úr gæðastefnu fyrirtækisins.

Nýju súpurnar frá Ora eru komnar í verslanir um land allt.

Humarsúpa

Sveppasúpa

Aspassúpa


Deila |