ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...

Húsakynnin eru orðin 5000 fermetrar að flatarmáli og öll vinnsla fer fram í mjög fullkomnum vinnslusölum sem standast fyllstu gæða- og hreinlætiskröfur. Þess má geta að fyrirtækið vinnur eftir HACCP gæðakerfi.

Í verksmiðjunni er jafnframt rannsóknarstofa þar sem strangt gæðaeftirlit fer fram með framleiðsluvörum fyrirtækisins. Þannig fer engin vara á markað fyrr en búið er að taka sýni og ganga úr skugga um að hún standist þær kröfur sem gerðar eru. Auk þess eru gerð svokölluð geymsluþolspróf, þar sem gengið er úr skugga um að niðursuðan hafi verið fullnægjandi og að dósirnar séu þéttar. Allar athuganir eru að lokum skráðar í framleiðsluskýrslur verksmiðjunnar og hefur matvælafræðingur fyrirtækisins yfirumsjón með gæðaeftirlitinu.

Deila |

Ábyrgðarmaður

 

Sigurður Halldórsson, framleiðslustjóri

 

Beint innval: 522-2770/522-2777
GSM: 856-2778
Netfang: sigurdur@ora.is

 

Við erum hér

Ora, Vesturvör 12 í Kópavogi


View Larger Map